Cotoneaster zabelii

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
zabelii
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Rauðleitur eða hvítur með rauðleitri slikju
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 2-3 m hár, greinar grannar, fínlega bogsveigðar, þétthærðar.
Lýsing
Lauf egg-oddbaugótt, snubbótt, 1,5-3 sm löng, daufgræn ofan, gishærð, með grágula flókahæringu á neðra borði. Blómin 3-10 í hærðum, strjálblóma, blómskipunum. Krónublöðun upprétt, rauðleit eða hvít með rauðleitri slikju. Aldin skærrauð, kúlulaga, hærð, 7-8 mm í þvermál, með 2 kjarna/fræ.
Uppruni
Kína
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2006. Er í sólreit 2011, lofar góðu.
Yrki og undirteg.
Cotoneaster zabelii v. miniatus Rehder & E.H. WilsonLaufin verða gul áður en þau falla af á haustin. Aldin smærri og enn skærappelsínugulari. Útbreiðsla: Kína (Hupeh).