Cotoneaster yakuticus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
yakuticus
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Fölbleikur til móhvítur
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
1-2 m (- 3 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, greinar þéttstæðar, uppréttar, ungar greinar rauðbrúnar og þétthærðar í fyrstu.
Lýsing
Lauf á blómlausum greinum, þunn, oddbaugótt eða egglaga, 25-58 × 21-33 mm, snubbótt eða ydd, grunnur snubbóttur eða þverstýfður, dökk grágræn ofan, mött eða ögn glansandi, lítið eitt hærð, með 5 eða 6 æðastrenjapör, grálóhærð á neðra borði, laufleggir 4-7 mm, greinar með blóm 3-5 sm langar og með 2-3 lauf og blómskipun, sem er strjálblóma og með 3-10 blóm, blómstilkar 3-12 mm langir. Blóm að meðtöldum blómbotni 7 mm löng, blómbotn bollalaga, hárlaus, bikarblöð mött og hárlaus. Krónublöð hálftrosnuð, fölbleik eða móhvít. Fræflar 20, frjóþræðir og frjóhnappar hvítir. Aldin næstum hnöttótt, purpurasvört, hárlaus, kjarnar/fræ 2-3.
Uppruni
Rússland (Síbería).
Heimildir
http://databaze.dendroligie.cz
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998. Gróðursett í beð 2000, lofar góðu.