Lauffellandi, marggreindur runni, 2-4 m hár, greinar uppréttar, bogsveigðar, ungar greinar grannar, rauðbrúnar til purpurasvartar.
Lýsing
Lauf á blómlausum greinum eru þunn, oddbaugótt til egglaga, 18-32 × 16-23 mm, oddlaus eða ydd, fleyglaga eða snubbótt við grunninn, ögn hrukkótt á efra borði, dökkgræn, mött til ögn glansandi, næstum hárlaus, með 4-6 æðastrengjapör, lóhærð á neðra borði. Laufleggir 3-7 mm langir, greinar með blómum 15-20 mm langar, með 2-3 lauf og blómskipanir sem eru þéttblóma hver með 3-6 blóm, blómleggir 1-2 mm langir, lóhærðir, blómbotn bollalaga. Bikarblöð hærð, ydd til langydd, jaðrar himnukenndir, knúbbar eru hvítir með bleika slikju, krónan 7 mm, krónublöðin útstæð, hvít, fræflar 16-20, frjóþræðir og frjóhnappar hvítir. Aldin öfugegglaga, purpurasvört, hárlaus, kjarnar/fræ 1-2.
Uppruni
Georgía, Túrkmenistan, Tajikistan, Iran.
Heimildir
http://databaze.dendrologie.cz
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2008. Er enn á reit og lofar góðu.