Cotoneaster multiflorus var. granatensis (Boiss.) Wenz.
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
1-3 m (-5 m)
Vaxtarlag
Runni 1-3 m, sjaldan tré allt að 5 m hátt í heimkynnu. Ungar greinar með hvíta lóhæringu.
Lýsing
Lauf 1,5 til 4,? × 1,2 til 2,6(3) sm, egglaga, ± breið-oddbaugótt, öfugegglaga næstum bogadregin við grunninn, langydd, broddydd, snubbótt, þverstýfð, framjöðruð með hárlausa æðastrengi, grádúnhærð og bláleit neðan, næstum hárlaus, ± þétt dúnhærð með hvíta lóhæringu. Blómskipunin í kvíslskúf-hálfsveip með 3-12 blóm, ± strjálblóma, upprétt, með stuttan blómlegg, lengri en blómin, dúnlóhærð. Blómin 8-11 (12) mm í þvermál. Bikarblöð 0,8 til 1,2 mm, breið-þríhyrnd, hvít-dúnhærð, lóhærð. Krónublöð 2,5-4 mm, skástæð, næstum kringlótt, breið-öfugegglaga, hvít, nögl þverstýfð. Stílar 2. Aldin 6-10 mm, perulaga-hálfhnöttótt þegar þau eru fullþroska, dökkrauð til rauðfjólublá, með 2 kjarnar/fræ.