Cotoneaster fangianus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
fangianus
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Maí-júní
Vaxtarlag
Smágreinar rauðbrúnar til grábrúnar, sívalar, grannar, þétt gul-stinnhærðar í fyrstu, verða smám saman hárlausar, næstum hárlausar þegar þær eru orðnar gamlar.
Lýsing
Laufleggur stuttur og sterklegur, 2-3 mm, gul-dúnhærður. Axlablöð langæ að hluta, bandlaga-lensulaga. Laufblaðkan breið-egglaga til næstum kringlótt, 1-2 × 1-1,5 sm, miðæðastrengurinn dálítið upphleyptur á neðra borði og ögn djúplægur á efra borði, hliðaæðastrengirnir í 3-5 pörum. Laufblaðkan er þéttgullóhærð á neðra borði og hárlaus á því efra, grunnur er bogadreginn, snubbótt, sjaldan ydd. Hálfsveipir eru 1,5-2,5 × 2-2,5 sm, 10-15-blóma, aðalleggur og blómleggir eru dúnhærðir. Stoðblöð eru bandlaga eða bandlensulaga. Blómleggir 1-2 mm. Blómin 4-5 mm í þvermál. Blómbotn bjöllulaga, smádúnhærður eða næstum hárlaus utan. Bikarblöð þríhyrnd, snubbótt, stundum ydd. Krónublöðin upprétt, bleik, næstum kringlótt eða breið-öfugegglaga, 1-2 mm í þvermál, grunnur með stutta nögl, framjöðruð efst eða snubbótt. Fræflar 20, ögn styttri en krónublöðin, Eggleg dúnhærð efst, stílar 3, ekki samvaxnir, næstum jafnlangir og/eða ögn styttri en fræflarnir. Aldin aflöng, kjarnar/fræin 3.
Uppruni
Kína (SV Hubei) árbakkar í 1300-1400 m h.y.s.
Heimildir
Flora of China á netinu.
Fjölgun
Sáning, sumargrælingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004.