Uppréttur, lauffellandi runni með bogsveigðar greinar. Börkur rauður, ósléttur.
Lýsing
Lauf 1-2 sm, glansandi með dálítið djúplæga æðastrengi á efra borði, þétt hærð til lóhærð á neðra borði, græn allt sumarið og fram á haust. Blómin 1-4(5) saman, fræflar hvítir. aldin/ber 9-10 mm, rauð hnöttótt til egglaga, með (2)3(5)fræ/steina. Fallegir rauðir haustlitir.