Fjölær, 10-40 sm há jurt. Hnýðin perulaga eða oddbaugótt. Laufin koma að blómgun lokinni, oftast 4-5, sjaldan 3-7, þau ystu 2-4,5 x 13-29 sm.Laufin 18-35 sm x 20-40 mm, bandlensulaga.
Lýsing
Blómin 1-3 við grunninn umlukin hulsturblaði með mjóan jaðar. Blómhlífarhlutar 40-60 x 6-14 mm. Fræflar svart-purpura til föl purpurableikir eða gulir. Fræni 3-4,5 mm, meira eða minna krókbogið. Hýði 15-30 x 25-55 mm.