Clematis 'Nelly Moser' er auðræktað yrki, myndar stór, flöt, falleg blóm átta-bikarblaða, sem eru 15- 20 sm í þvermál, föl blápurpura-bleik blóm (bikarblöðin eru með rauðbleika miðju) með purpurabrúna fræfla þekja þessa vafningsplöntu á sumrin. Blómin eru fölbleik-kirsuberjableik með áberandi geislandi, skærrauða miðrák á hverju krónublaði. Flestar bergsóleyja-tegundir þrífast best á sólríkum stað Þetta yrki þolir betur að vera í skugga en flest önnur, og blómlitir haldast yfirleitt betur í hálfskugga. Blómin á þessu yrki koma aðallega á sprota frá fyrra ári, síðla vors Plantan blómstrar frá því snemmsumars og fram eftir sumri, stundum kemur líka annar blómgunartími seinna á nýja (þessa árs) sprota undir haust en blómgunin er ekki eins stórfengleg og sú fyrri. Blómin mynda fallega frækolla.