Lík C. tomentosum en mjög þétt hvít til gulleit dúnhár og öll fíngerðari og blómskipun þéttari.
Lýsing
Mjög góð steinhæðaplanta sjaldan meira en 8 sm há. Lauf aflöng-oddbaugótt til oddbaugótt-lensulaga, grasgræn. Blómin hvít um 2,5 sm í þvermál. Blómleggir stuttir, oftast stakir stöku sinnum 2-3 saman. Krónublöð öfughjartalaga gulhvít, meira eða minna djúpsýld.
Uppruni
Alpafjöll
Harka
z5
Heimildir
1,HHP
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, beð, breiður, kanta
Reynsla
Vandmeðfarin skriðuplanta sem þolir illa kalkríkan jarðveg.