Bunium macuca

Ættkvísl
Bunium
Nafn
macuca
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
Bunium alpinum ssp. macuca (Boiss.) P.W. Ball.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með bleika slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, með hnýði 1-1,5 sm í þvermál, hnöttótt eða hálfhnöttótt. Stönglar 5-35 sm, greinóttir, fínlegir. Grunnlauf lengri en smálaufin, að útlínum þríhyrningslaga, 1-2(3) fjaðurskipt, með síðustu skiptinguna fjaðurskerta eða óskipta broddydda. Lauf neðan við miðjan stöngul stærri en blöðkurnar, lík grunnlaufunum, með 0,2-1 sm slíður.Mið stöngullaufin eru fjaðurskipt, með bandlaga eða band-spaðalaga flipa, smálauf eru næstum legglaus, með allt að 0,2-1 sm slíður. Stöngullauf ofan við þrískipt til óskipt, bandlaga til band-spaðalaga laufin eru með allt að 0,5 mm slíður.
Lýsing
Sveipir með tvíkynja blóm, allt að (1)2-6 sm á breidd, með 3-8(10) geisla, allt að 6-35(45) x 0,5 mm, mislangar, stækka ekki við aldinþroskann, blómskipunarleggir 20-80 x 0,6-0,8 mm. Stoðblöð 1-4(5), allt að 2-4(5) mm, lensulaga. Sveipir með 6-15(18) geisla, allt að 1-4(5) x 0,2-0,3 mm, stækka ekki við fræþroskann. Smástoðblöð 1-5, lík stoðblöðunum. Bikar með nokkuð greinilegar tennur. Krónublöð 0,8-1 mm, framjöðruð eða ekki, hvít eða með bleika slikju. Stílfóturinn 0,4-0,6 mm, án beinna tengsla við klofaldinið, keilulaga-íflatur. Stílar 0,1-0,2 mm 0,5-1 mm við aldinþroskann, bandlaga, skástæðir eða baksveigðir, dálítið aðlægir að stílfætinum Aldin 2-3 mm, oddbaugótt til egglaga. Klofaldin með samskeyti, 1-1,2 mm að breidd og 1,2-1,3 mm á þykkt, með dálítið áberandi rif í fyrstu, snubbótt. Vittur eru 3 í hverri gróp og að því er virðist 4 samskeyti. Aldinið stækkar ekki, er sýlt í efsta 1/3 hlutanum og í rauninna allt sína lengd.
Uppruni
Spánn, Portúgal.
Heimildir
= www.floraiberica.es/floraiberica/texto/pdfs/10-129-30%20Bunium.pdf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein, gömul planta undir þessu nafni, þrífst vel.