Betula × purpusii

Ættkvísl
Betula
Nafn
× purpusii
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
B. alleghaniensis × B. glandulifera
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Vor
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lágvaxið tré eða runni. Verður 3-5 m hár í heimkynnum sínum. Börkur grábrúnn, innri börkur á vetrargrænum ársprotum ilmar, ögn dúnhærðir, með fáeina kvoðukirtla.
Lýsing
Lauf 3-6 sm, egglaga eða aflöng eða oddbaugótt, mattgræn og hárlaus ofan, ljósari og ögn dúnhærð í fyrstu á neðar borði, oftast hvasstennt og bogtennt-sagtennt, tennur misstórar. Æðastrengir í 5-7 pörum. Reklar 1,5-2,8 sm, fræ með mjóa vængi.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 2011, er í sólreit 2013.