Betula insignis

Ættkvísl
Betula
Nafn
insignis
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Betula kweichowensis Hu.
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
5-8 m (-12 m)
Vaxtarhraði
Allhraður
Vaxtarlag
Tré, allt að 12 m hátt í heimkynnum sínum, börkur dökkgrár. Ungir ársprotar refrauðir, hárlausir með áberandi hvíta kirtla.
Lýsing
Laufleggir 0,8-2 sm, rauðbrúnir, dúnhærðir.Laufblaðkan oddbaugótt til egglensulaga, 8-13 × 3-6 sm, með þéttar kvoðukirtladoppur á neðra borði, langhærð á æðastrengjunum, með 'skegg' í öxlum æðastrengjanna, ögn langhærð á efra borði, grunnur hálf-bogadregin eða hálf-hjartalaga, jaðrar sagtenntir, tennur broddyddar, langydd eða rófuydd-laufin odddregin, hliðaæðastrengir í 12-15 pörum. Þroskaðir kvenreklar 4-6 × 1,5 sm, uppréttir, næstum sívalir. Kvenblómskipun/reklarnir uppréttir eða baksveigðir, aflangir, 2,5-4 × 1,5-2 sm, blómleggur ógreinilegur, stoðblöð 7-12 mm, þétt-dúnhærð og randhærð, 3-flipótt, flipar lensulaga, hliðarfliparnir uppréttir, um ½ lengd miðflipans. Smáhnotir mjó-aflangar, um 4 × 1,5 mm, hárlaus, með himnukennda vængi, ¼-½ breidd hnotarinnar.
Uppruni
Kína (Hupeh, Sichuan, Sikang).
Harka
Z7
Heimildir
= 1, www.eFloras.org Flora of China
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í þyrpingar, beð
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2010 og 2011, báðar í sólreit 2013.