Uppréttur og þyrnóttur runni með kantaðar greinar. Skyldur B. diaphana.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár, ungar greinar kantaðar, grænar, verða dumbrauðar þegar þær tréna, ósléttar-vörtóttar, þyrnar allt að 11 mm langir, 3 saman, greyptir, rauðgulir, ögn bugðóttir. Lauf allt að 4×1,5 sm, öfugegglaga, snubbótt, grunnur fleyglaga, legghlaupin niður lauflegginn allt að 5 mm, sagtennt, mattgræn með netæðamynstri á efra borði, bláleit en grá á neðra borði. Blómin allt að 3 saman, fölgul. Aldin allt að 1,5 sm, appelsínugul.
Uppruni
V Kína
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1993. Þær hafa kalið talsvert framan af, en lítið í seinni tíð.