Asperula hexaphylla Georgi, A. infracta Klokov, A. taurica Pacz., A. tauroscythica Klokov.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikleit.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
8-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, upprétt, 8-20 sm, hárlaus, stönglar margir í breiðu, grannir, ferhyrndir, með sex laufa laufkransa. Laufin stutt, 6-15 mm, bandlaga, stinn, snörp á jöðrunum, oftast styttri en stöngulliðurinn.
Lýsing
Blómskipunin með smá, bleikleit blóm, í litlum endastæðum kollum með stoðblöð við grunninn. Smálauf lítil, bandlaga, hárlaus. Krónan trektlaga til pípulaga, 2-3 sinnum lengri en laufblaðkan. Stíll gaffalgreindur, nær langt fram úr blóminu. Aldin hárlaus og slétt.