Aconitum krylovii

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
krylovii
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur, rjómahvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
35-130 sm
Vaxtarlag
Rætur með hnúða, 5-8 mm þykkar. Stönglar 35-130 sm háir, meira eða minna hærðir. Stönglar sléttir, með rif, laufin með jöfnu millibili, á neðri hluta stöngulsins eru laufleggirnir þaktir löngu hári eða hárlausir, efst eru þeir þétt dúnhærðir, hárin stutt. Laufin handskipt með 3-5 smálauf, 12-20 sm löng og 12-20 sm breið. Laufin nýrlaga-fimmhyrndáð útlínum til, handskipt, 3-6(7) flipa, með grunnar tennur.
Lýsing
Blómin með gulleit krónublöð 3-4 sm löng. Hjálmurinn sívalur, 1,5-2 sm. Dúnhærður utan. Sporinn beinn, 12-20 mm langur, langur, lítið boginn. Fræflar hárlausir. Blómin endastæðum í klösum. Fræhýði hárlau.
Uppruni
Altai fjöll, (endemísk).
Heimildir
= davesgarden.com/guides/pf/go/141946/#b, www.hillsidenursery.biz/wildflowers-for-fall/aconitum-krylovii-pr152.php, http:77www.plantes-botanique.org/espece-aconitum-krylovii, http://-sbras.nsc.ru/win/elbib/atlas/flora/3748.html
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
I Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem var sáð 2002 og 2003, báðar gróðursettar í beð 2006, þrífast vel.