Aconitum decipiens

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
decipiens
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
80-100 sm ?
Vaxtarlag
Svipaður A. baicalense Rurcz. en minni (A. baicalense er 100-150 sm hár). Laufin stakstæð, axlablöð engin, fjaðurstrengjótt, handskipt. Trefjarætur, rætur með löng rótarskot eða jarðstöngla.
Lýsing
Blómin hárlaus á ytra borði og hunangskirtlar eru flatir. Blómin í tvíkynja, blá, aðeins hægt að skipta í tvo eins hluta. Einn spori. Fræflar 10, ekki samvaxnir. Frævur 5, ekki samvaxnar. Blómskipunin klasi. Fræhulstur með 2-6 fræ.
Uppruni
Khangai, Altai-fjöll, Mongolía.
Heimildir
= greif.uni-greifswald.de/floragreif/taxon/?flora-search=Taxon&taxon-id=2243,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.