Fjölær jurt sem getur orðið allt að 120 sm á hæð. Stönglar uppréttir, stundum greindir ofan til. Miðstöngullauf allt að 8 x 2 sm, lensulaga, djúpskipt, flipar í fyrstu skiptingu 1-2 sm, egglaga til lensulaga, 1-2 sagtennt eða skipt, miðleggur laufsins breiður 1-2 mm breiður, tenntur.
Lýsing
Reifar allt að 7 x 4 mm, nærreifar dúnhærðar. Geislablómin 1-4 mm, hvít eða bleik.
Uppruni
SV Alpar til A Karpatafjalla og Balkanskaga.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst harðgerð en þarf stuðning þegar líður á sumarið. Ekki í Lystigarðinum 2015, lítt eftirsóknarverð planta í garða.