Acer miyabei

Ættkvísl
Acer
Nafn
miyabei
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Lífsform
Lauffellandi, meðalstórt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 8 m
Vaxtarlag
Lítið eða meðalstórt tré með egglaga til keilulaga krónu, verður tígurlegt. Tréð getur orðið allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum, en allt að 8 m í ræktun erlendis. Börkur gulleitur ljósgrár dettur af í litlum flögum. Greinar gráar, stundum með kork og sprungur, hærð meðan þær eru ungar.
Lýsing
Lauf allt að 14 × 12 sm, 5-flipótt, grunnflipar litlir, grunnur hjartalaga, miðflipi egglaga, flipa með í mesta lagi 2 pör af snubbóttum tönnum, oddur hvassyddur. Mattgræn á efra borði, hærð neðan, laufleggir hærðir. Blómskipunin hálfsveipur, sumpart frá lauflausum axlabrumum, með 7-20 blóm. Blómin gul, blómleggir og eggleg hærð. Aldin allt að 3 sm, hnotir flatar, hærðar. Vængir láréttir. Gulir haustlitir.
Uppruni
Japan.
Harka
5
Heimildir
1, 2, http://dendrro.cnre.vt.edu, http://www,bernheim.org
Fjölgun
Acer miyabei er fjölgað með fræi eða græðlingum. Fræinu er safnað strax og það er þroskað til að koma í veg fyrir að veggir þeirra þorni. Þriggja mánaða forkæling þarf til að dvala fræjanna ljúki. Hefur verið í ræktun erlendis frá 1892.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð. Getur þolað dálítinn þurrk.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til ein planta sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2004. Kelur allnokkuð.