Acer × dieckii

Ættkvísl
Acer
Nafn
× dieckii
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Samheiti
(A. platanoides L. × A. cappadonicum Gled. v. lobelii (Ten.) De Jong.)
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Vor.
Hæð
8 - 12 m
Vaxtarhraði
Fremur hraðvaxta erlendis.
Vaxtarlag
Náttúrulegur blendingur. Tré 15-18 m hátt í heimkynnum sínum. Stundum skráð sem sérstök tegund.
Lýsing
Lauf 10 × 12 sm, 3-5 flipótt, venjulega með tvo litla grunnflipa, glansandi og dökkgræn á efra borði, ljósari neðan og með brúna dúnhæringu á æðstrengjunum, verða gullgul-appelsínugul-rauð að haustinu. Fliparnir breiðtígullaga, heilrendir, oddar stuttir, snubbóttir. Blómskipunin klasi, gulur. Blómin hárlaus, vængir næstum láréttir, 4 sm.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa hlotið kuldameðferð. Á það til að sá sér erlendis.
Notkun/nytjar
Sem stakt tré á stórar flatir, í raðir meðfram götum eða stígum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2007 sem þrífst svona þokkalega.