Sorbus sambucifolia

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
sambucifolia
Íslenskt nafn
Runnareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus sambucifolia Cham. & Schltdl.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2 m á hæð en oft lægri eftir því hvar þær vaxa. Ársprotar stinnir. Brum keilulaga, mjög svartrauð til næstum svört, allt að 12 mm, ögn límkennd, næstum hárlaus, nokkur rauðbrún hár geta verið við oddinn.
Lýsing
Laufin allt að 20 sm, með (3-)4-5(-6) smáblaðpörum. Smáblöðin allt að 70 mm, lensulaga og mjókka jafnt í hvassyddan odd, tennt næstum að grunni, líka á stuttsprotum. Blómskipunin fáblóma, ögn hangandi hálfsveipur með stór (meira en 10 mm breið) hvít blóm með dálítið uppréttum krónublöðum. Aldin skarlatsrauð, stór, allt að 12,5(-14) x 8,5 mm, lengri en breið með uppréttan bikar. Bikarblöð kjötkennd, en aðeins við grunninn. Frævur 4-5, undirsætnar, oddarnir næstum alveg samvaxnir mynda flatan hluta í lægðinni í bikarnum, dálítið hærðar. Stílar allt að 3,5 mm, með millibili, hærðir neðst. Fræ mjög dökkbrún, allt að 4,0 x 2,5 m, allt að 8 í hverju aldini. Breytileg, tvílitna tegund (2n=34).
Uppruni
Alútaeyjar austur til Kamtschtka og strendur A Rússlands og til fjalla í Japan.
Heimildir
15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. Spírun tekur oft langan tíma, stundum mörg ár. Töluvert breytileg tegund. Sjaldgæf í ræktun. Fallegir gulir-gulrauðir haustlitir. Ekki sjálffrjóvgandi og því verður að planta 2 einstökum saman til að hún nái að þroska fræ. Blómgst mjög snemma, a.m.k. í UK og getur farið snemma af stað í vorhlýindum. (McAll)
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
LA 20020810 (sect. Sambucifoliae) í uppeldi í R01 B 2007. Kom sem nr. 1555 frá St Petersburg HBA 1999-2000. 2 eint. Greining óstaðfest.Reynsla ómarktæk enn sem komið er.