Scilla bifolia

Ættkvísl
Scilla
Nafn
bifolia
Íslenskt nafn
Tvíblaðalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukar, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár, purpurablár (hvítur).
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Laukur 5-25 mm í þvermál, bleikleitur undir brúnu hýðinu. Lauf 2, stöku sinnum 3-5, 5-20 sm × 3-15 mm, breiðbandlaga, koma um leið og blómin.
Lýsing
Blómstöngull stakur, 5-30 sm, sívalur, að hluta umlukinn laufunum neðst. Klasar vita dálítið til einnar hliðar, með 1-10 blóm, neðri blómleggir 1-4 sm, þeir efri < 1 sm. Engin stoðblöð eða ef þau eru til staðar þá eru þau egglensulaga, um 1 mm. Blómhlífarblöð egglaga til oddbaugótt, 5-10 × 1-3 mm dálítið hettulaga í oddinn, blá eða purpurablá. Fræ næstum hnöttótt, um 2 mm, brúnleit, hvert með óreglulegum, hvítleitum útvöxtum/sepum.
Uppruni
M & S Evrópa, Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 10-15 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í grasflatir. Blómgast fyrst að stjörnuliljunum.
Reynsla
Harðgerð, sáir sér og breiðist nokkuð hratt út.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru til svo sem 'Alba' með hvít blóm, 'Rosea' með bleik blóm. Bæði þessi yrki eru til í Lystigarðinum.