Saxifraga cebennensis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
cebennensis
Íslenskt nafn
Breiðusteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvít.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Sprotarnir mynda mjúka, hvelfda þúfu af ljósgrænu laufi.
Lýsing
Blaðkan er u.þ.b. 6 x 5 mm, mjókkar í greinilegan legg, um það bil 6 mm langan, venjulega skipt hálfa leið í 3-5 snubbótta flipa (sum laufin eru samt óskipt), rákótt á efra borði, þétt kirtilhærð alls staðar. Blómstönglar 5-8 sm með 2-3 blóm hver. Krónublöð 6-8 mm, breið-öfugegglaga, skarast, rjómalit.
Uppruni
S Frakkland.
Harka
7
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Var í verið í N10 2003, dauður 2014.