Rosa blanda

Ættkvísl
Rosa
Nafn
blanda
Íslenskt nafn
Þokkarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa fraxinifolia C. C. Gmel. non Borkh.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
-200 sm
Vaxtarlag
Villirós, náskyld R. pendulina. Runninn er uppréttur, gisinn, lotublómstrandi, verður allt að 2 m hár. Greinar eru grannar, brúnar, næstum þyrnalausar, aðeins með beina þyrna á stangli neðst meðan þeir eru ungir, þyrnarnir detta síðan af.
Lýsing
Smáblöð oddbaugótt til öfugegglaga, ydd eða snubbótt, grágræn, ekki glansandi, ljósari neðan og dúnhærð, grófsagtennt og einsagtennt, Blómin 1-3, bleik, 5-6 sm breið, ilma lítið eitt. Bikarblöð heilrend, dúnhærð og kirtilhærð á bakhliðinni, upprétt og langæ á nýpunum. Stilkar og blómleggir hárlaus, bikarinn hárlaus. Nýpur hnöttóttar-egglaga-ílangar, 1 sm í þvermál, dökkrauðar.&
Uppruni
Austur N-Ameríka.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
2
Heimildir
= 1, 7, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+blanda
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er notuð í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð.
Reynsla
Þokkarósinni var sáð í Lystigarðinum 1986 og 1988, kala lítið eitt að minnsta kosti í sumum árum, vaxa vel, engin blóm 2008. (2009). Myndirnar eru teknar í Löngumýri 7, Akureyri, ®EGunn.