Potentilla thurberi

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
thurberi
Ssp./var
v. amorubens
Yrki form
'Monarch's Velvet'
Íslenskt nafn
Dreyramura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Flauelsrauður.
Blómgunartími
Júní, júlí og ágúst og fram í frost.
Hæð
- 75 sm
Vaxtarlag
Dúnhærður fjölhæringur með kirtilhár.
Lýsing
Þessi mura er vissulega ein sú eftirsóknarverðasta í alla garða. Potentilla Monarch Velvet er konungleg planta með flauels-rauð blóm, meðalhá, upprétt og blómstrar lengi. Laufin minna á jarðarberjalauf.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mótstöðu gegn sjúkdómum.
Heimildir
http://www.prime-rennials.co.uk
Fjölgun
Sáð síðsumars eða að haustinu eða síðla vetrar til síðla vors. Plöntur sem komið hafa upp af fræi sem var sáð snemma geta oft blómstrað samsumars. Fræinu er sáð á yfirborð nokkuð þéttar og rakrar sáðmoldar í potta eða bakka. Þekið fræið lítillega með moltu eða sand Haldið hitastiginu milli 18-22 °C. Haldið yfirborðinu röku en ekki vatnsósa, vatn komi neðanfrá, vökvið aldrei beint ofan á fræin. Geymið bakkann í platpoka eftir sáningu. Fræið ætti að spíra á 14-30 dögum.Þegar plönturnar eru orðnar ógu stórar til að handfjatla þær eru plönturnar fluttar í 7,5 sm potta. Þær eru hertar smám saman utan dyra eftir að frosthættan er liðin hjá að vorinu, í 10-15 daga. Síðan eru þær gróðursettar með 40 sm millibili í skrautblómabeð.
Notkun/nytjar
Auðræktuð. Monarch's Velvet kemur rétt upp af fræi (slær ekki til baka) og er mjög kuldaþolin, þolir frost allt niður í -29°C og er græn allan veturinn þar sem loftslag er milt. Hún fer snemma að vaxa á vorin og blómstrar strax á fyrsta ári. Blómstrar aftur ef hún er klippt niður (a.m.k erlendis).Murur eru ágætar plöntur að hafa með öðrum, eru kyrrar þar sem þeim hefur verið plantað, (skríða ekki). Þær eru góðar í skrautblómabeð, í kanta, í ker og í ílát eða í hangandi körfur. Þrífast vel sólarmegin í garðinum og í upphækkuðum beðum.Murur eru þurrkþolnar en þurfa meðalvökvun til að blómstra sem best. Dálítill áburður er góður ef plönturnar standa þétt, annars komast þær af án áburðar.Yrkið 'Monarch's Velvet' er með mýkri rauðan og miklu dýpri rauðan lit en aðaltegundin, krónublöðin eru með floskennt, dumbrautt hjarta.Til að fá fram þennan lit var plöntunni augljóslega vixlfrjóvguð með Himalajablendingnum P. atrosanguinea × nepalensis.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta upp af fræi frá Thompson og Morgan sem sáð var til 2006 og önnur sem sáð var til 1998, báðar þrífast vel.