Potentilla desertorum

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
desertorum
Íslenskt nafn
Bergmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla arnavatensis (Th. Wolf) Juz. , Potentilla desertorum v. arnavatensis Th. Wolf
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, oftast uppréttur, sjaldan uppsveigður, jarðstöngull þykkur og trékenndur.
Lýsing
Blómstönglar 20-40 sm langir, oftast laufóttir, þétt-dúnhærðir. Grunnlauf 5-skipt, fingruð, stilklauf 3-5 skipt, laufleggir 5-15 sm langir, þéttlang- og mjúkhærðir og kirtilhærðir. Grunnaxlablöð ryðbrún, eyrnablöð bandlensulaga, stöngulblöð egglensulaga, græn, heilrend eða skipt. Smálauf 1,5-6,5 (-8,5) × 0,7 -3,5 (4,5) sm, öfugegglaga-fleyglaga, þverstýfð, tennur snubbóttar, efra borð þétt langhærð með þykka, rauða kirtla, sjaldan með hvíta kirtla. Blómin 1-1,5 sm í þvermál, í endastæðum blómkollum, blómleggir litlir, 5-7 mm langir, þétt-langhærðir. Bikarblöð mislöng, þétt langhærð með rauða kirtla, ytri bikarblöðin 0,5-1,2 sm, aflöng-snubbótt, innri bikarblöðin 0,7-1,3 sm, egglaga-ydd. Krónublöð gul, öfugegglaga, framjöðruð. Blómbotn lang og mjúkhærður. Fræflar 20-25. Frævur fjölmargar, stílar 0,8-1 mm, keilulaga, mjög breiðir neðst og mjög vörtóttir. Smáhnotir gáróttar.
Uppruni
Síbería, Kirgistan, Kasakstan, N Mongólía, Afganistan, Pakistan, Kasmír og Kína.
Heimildir
www.eFloras.org Flora of Pakistan
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2008.