Polystichum setiferum

Ættkvísl
Polystichum
Nafn
setiferum
Íslenskt nafn
Burstaburkni
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gróblettir grænir, verða brúnir.
Blómgunartími
Gróin þroskast frá júní til október.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar sverir, viðarkenndir. Blaðstilkar allt að 12 sm, þétt þaktir breiðu, föl appelsínhubrúnu hreistri.
Lýsing
Burknablöðin 30-120 x 10-25 sm, oft jarðlæg, lensulaga, tvífjaðurskipt, oftast ekki langæ, mjúk, smálauf allt að 11 x 2,5 sm, allt að 40 á hvorri hlið, fjöðruð, smálaufin sagtennt, ekki legghlaupin, með greinilegan legg. Blöðkustilkurinn með æxlikorn á mótum smálaufs og stilksins.
Uppruni
S, V & M Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning gróa.
Notkun/nytjar
Í burknabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.