Platystemon californicus

Ættkvísl
Platystemon
Nafn
californicus
Íslenskt nafn
Gulslikja
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
ljósgulur
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, mjög breytileg. Stönglar allt að 30 sm, uppréttir eða útafliggjandi, greinast við grunninn, greinar ekki aðlægar, útstæðar, hárlausar. Lauf allt að 7,5 sm, næstum legglaus, gagnstæð eða í hvirfingum, bandlaga til aflöng-lensulaga, heilrend, lykja um stöngulinn neðst, þéttdúnhærð, beinstrengjótt.
Lýsing
Blómin endastæð, stök, allt að 2,5 sm í þvermál, gul eða gul og hvít. Blómskipunarleggir allt að 7,5 sm, axlastæðir, stinnir. Bikarblöð 3, egglaga. Krónublöð 6, skammæ, fræflar margir, misstórir. Aldin úr 6-25 frævum, klofna í hólf með einu fræi.
Uppruni
N Ameríka (Kalifornía til Arizona).
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker.
Reynsla
Hefur verið reynd hérlendis sem sumarblóm og hefur reynst vel.