Phlomis tuberosa

Ættkvísl
Phlomis
Nafn
tuberosa
Íslenskt nafn
Spánarljós
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Purpura til bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Rætur mynda lítil hnýði. Lauf aflöng-egglaga, snubbótt, örlaga. næstum tvíeyrð eða hjartalaga við grunninn, dúnhærð ofan, hárin ógreind, stjarn-dúnhærð neðan. Laufleggur allt að 30 sm. Stoðblöð legglaus eða með mjög stuttan legg, lensulaga-egglaga til þríhyrnd.
Lýsing
Blómkransarnir margir, standa þétt saman ofantil á stönglinum, það er lengar á milli þeirra neðstu með 14-40 blómí hverjum kransi. Smástoðblöð sýllaga. Bikar 8-13 mm, tennur þyrnikenndar. Krónan purpura eða bleik, efri vörin bein, 15-20 mm, randhærð.
Uppruni
M & SA Evrópa til M Asíu.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Þarf stuðning og uppbindingu.