Paeonia anomala

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
anomala
Ssp./var
ssp. anomala
Íslenskt nafn
Hjarnbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
Paeonia altaica K. M. Dai & T. H. Ying; P. anomala var. nudicarpa Huth; P. sinjiangensis K. Y. Pan; P. veitchii subsp. altaica (K. M. Dai & T. H. Ying) Halda.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól- lítill skuggi.
Blómalitur
Bleik til rauð, örsjaldan hvít.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur um 50(-100) sm hár. Rætur sverar, mjókka niður, eru allt að 50 × 1,5 sm. Stilkar hárlausir.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, smálauf fjaðurflipótt, grunnur ± legghlaupin, bleðlar 2-3 sepóttir, mjó-aflangir, langyddir, 3,5-10 × 0,4-2,1 sm, laufin dökkgræn með stöku stinnum með hærðar eða stinnhærðar æðar á efra borði, hárlaus og bláleit á neðra borði. Blómin stök og endastæð, eða 2-4 á stilk, bæði endastæð og í lauföxlum. Stök blóm eru 7-14 sm í þvermál, ögn álút, stundum eru líka 1-3 vanþroskaðir blómknappar í blaðöxlum á stilknum. Krónublöð öfugegglaga, þverstýfð í oddinn, bylgjuð. Stoðblöðin 2-5, minna á lauf, misstór. Bikarblöð 3 eða 4, egglaga-kringlótt, 2-2,5 × 1,5-2 sm, oftast rófuydd. Krónublöð 6-9, bleik til rauð mjög sjaldan hvít, 3-6,5 × 1,5-3 sm. Fræflar allt að 1,5 sm, gulir. Frjóþræðir 5-10 mm. Diskur gulur, skífulaga. Frævur 2-5, næstum hárlausar. Til þétt brúngul hærðar-stinnhærðra, sjaldan alveg hárlausar. Fræni rautt. Fræhulstur egglaga-oddbaugótt um 2-3,1 × 1-1,5 sm. Fræ svört, glansandi, aflöng, um 6 × 4 mm.
Uppruni
Rússland til M-Asía (Tien-Shan, Pamír-Alaí, Mongolía og N Kína).
Harka
5
Heimildir
= 1, 11, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning, skipting að hausti, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, stakstæð, falleg í skógarjaðra. Athugið að gróðursetja ekki of djúpt (2-3 sm af mold yfir brum). Blómgast snemmsumars. Vex í heimkynnum sínum í skógum, skógarjöðrum og graslendi í 1200-3000 m hæð.
Reynsla
Til eru 3 plöntur sem sáð var til 1980 og gróðursettar í beð 1986 og ein sem sáð var til 1991, gróðursett í beð 1993. Þrífast vel, blómstra og sá sér. Harðgerð.
Yrki og undirteg.
ssp. anomala - blóm stök, endastæð. ssp. veitchii - blóm 2-4 saman, bæði endastæð og úr blaðöxlum. Sjá P. veichii Lynch hér á síðunni.