Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Topolino'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Mjólkurhvítur, hjákróna gul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Vaxtarlag
Yrkið kom fyrst fram 1923.
Lýsing
Plönturnar eru um 30 sm háar með meðalstór blóm, blómin ilma. Blómhlífarblöð mjólkurhvít, dálítið aftursveigð, hjákróna gul, mjó og lítið eitt útvíð.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
= Upplýsingar á umbúðum laukanna, www.crocus.co.uk/plants/-/narcissus-topolin0/classid.1000000300,
Fjölgun
Hliðarlaukar. Laukar lagðir í september á 10-15 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í beðkanta og víðar. Góð til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2000, þrífst vel (2011).
Yrki og undirteg.
ATHUGASEMD: Eitruð ef plantan er borðuð og ertir húðina.