Lilium pumilum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
pumilum
Íslenskt nafn
Kórallalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
L. tenuifolium Fisch.
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Skarlatsrauður/dökkrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, þéttblöðóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar mjóir og seigir, 15-45 sm, stöku sinnum 90 sm, stönglar mynda rætur. Laukar litlir, hvítir, keilulaga, sammiðja, 4×2,5 sm, hreistur egglensulaga, hvít, skarast. Lauf mörg, allt að 10×0,3 sm, stakstæð, legglaus, bandlaga, 1-tauga, minna á gras. Blóm allt að 7-30, ilma, drúpandi, túrbanlaga, 5 sm breið, í klasa, knúbbar ullhærðir. Blómhlífarblöð 5×5 sm, aflöng-lensulaga, baksveigð, skarlatsrauð/dökkrauð, grunnir stundum með svartar doppur. Frjó skarlatsrautt. Aldin 3-1,5 sm.
Uppruni
N Kína, N Kórea, Mansjúría, Mongólía, USSR (Síbería).
Harka
5
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fræ, hliðarlaukar, laukhreistur.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð. Þarf sólríkan vaxtarstað og vel framræstan jarðveg, malarborinn og sendinn, kalkríkan.
Reynsla
Harðgerð planta, sem hefur verið í ræktun hjá Ágústu á Árskógssandi.Var sáð í Lystigarðinum 2006.
Yrki og undirteg.
´Golden Gleam er með apríkósulit blóm.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Fremur skammlíf en auðvelt að fjölga með fræi, sem hún myndar mikið af.