Leontopodium souliei

Ættkvísl
Leontopodium
Nafn
souliei
Íslenskt nafn
Þúfuhríma*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
6-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Jarðstönglar jarðlægir með 1 eða allarga blómstöngla og allargar blómlausar blaðhvirfinga-rótarskot. Blómstönglar grannir, 6-25 sm hár, ekki greinóttir, hvít-skúmhærð til dúnhærð.
Lýsing
Lauf á hvirfingarótarskotunum bandlensulaga, oftast stærri en stöngullaufinm 15-40 x 1-3 mm, hvít skúmhærð-dúnhærð á neðra borði, græn á efra bori og verða hárlaus með aldrinum, hvassydd. Stöngullauf bandlaga eða tungu-lensulaga, 10-40 x 1-3 mm, skúmhærð bæði ofan og neðan, hvassydd. Karfan 4-15(-20), 5-7 mm í þvermál, smástoðblöð 9-14, aflöng til aflöng-lensulaga, 10-20 x 1,5-3 mm, Þétt hvít skúmhærð-lóhærð bæði ofan og neðan, myndar stjörnu sem er 2-3 sm í þvermál. Reifablöð í þrem röðum, 3,5-4 mm, þétt gulleit-ullhærð á neðra borði, oddur dökkbrúnn, snubbóatt, hárlaus. Króna 3-4 mm. Hnotir dúnhærðar aða hárlausar. Svifhárin hvít, um 4 mm, smásdagtennt.
Uppruni
Kína.
Heimildir
= http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024175
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta,
Reynsla
Er í steinhæðinni nýju og stendur sig vel. Er talin sú tegund sem er allra auðveldust í ræktun.