Juniperus horizontalis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
horizontalis
Íslenskt nafn
Skriðeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae)
Samheiti
J. sabina v. prostrata (Michx.) Loud., J. sabina v. humilis Hook.)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Karlblóm gulleit
Hæð
30-50 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Jarðlægur runni með langar aðalgreinar og margar þéttstæðar uppsveigðar stuttar hliðargreinar, myndar þéttar þúfur.
Lýsing
Þær greinar sem liggja á jörðum eru víðskriðular, ungar greinar eru mjög margar, stuttar og grófar. Barr plantna í ræktun eru yfirleitt aðeins nálar, oft 3 saman, blágrænar til stálgrænar, 2-6 mm langar, dálítið uppstæðar. Hreisturbarr mjó-oddbaugótt, hvassydd, oddar ekki aðlægir, kúpt á bakhlið og með kirtil. Aldin kúlulaga, blásvört, dálítið bládöggvuð, 7-9 mm breið, en koma ekki fyrir á garðplöntum.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Talinn meðalharðgerður. Þarf vetrarskýlingu á unga aldri.
Útbreiðsla
Vex til fjalla og á sandströndum vatnanna miklu.