Juniperus communis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
communis
Yrki form
'Hibernica'
Íslenskt nafn
Einir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Samheiti
J. communis hibernica Lodd. ex Gord., J. hibernica Lodd., J. communis stricta Carr.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
0,5-1,5 m (-3 m)
Vaxtarlag
Mjög þekkt, grannt, keilu- eða súlulaga yrki.
Lýsing
Greinar mjög þéttar, greinaendar stinnir og uppréttir (ekki hangandi eins og hjá 'Suecica'). Nálar 5-7 mm langar, 1 mm breiðar, endar snögglega í broddi (þó ekki stingandi eins og hjá 'Suecica'), blágrænar beggja vegna.
Uppruni
Yrki
Harka
3
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var í gróðrarstöð 2005 og gróðursett í beð það ár. Þrífst vel, ekkert kal.