Gentiana yakushimensis

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
yakushimensis
Íslenskt nafn
Stakvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, 10-15 sm hár. Stönglar uppréttir, ógreindir, hárlausir. Blaðhvirfingin lítt þroskuð. Laufblaðkan þríhyrnd, 3-7 x 1-1,5 mm, himnukennd, jaðar lítið eitt stinnhærður, blaðkan hvassydd, miðtaugin áberandi. Stöngullauf í 3-4 blaða krönsum, miðlaufin stærri en neðstu og efstu laufin, efstu laufin lykja um bikarinn, laufblaðkan bandlensulaga, 1-1,5 sm x 1,5-3 mm, neðstu 2-3 mm grunnsins samvaxnir, jaðar sléttur og ögn niðurorpinn, blaðkan snubbótt, miðtaugin áberandi.
Lýsing
Krónan blá, pípu-bjöllulaga, 2,5-3,2 mm, flipar egglaga, 2,5-3 mm, jaðarinn trosnaður, snubbótt. Ginleppar mjóþríhyrndir, jafn langir og fliparnir, jaðar trosnaður, ginlepparnir snubbóttir. Fræflar festir við grunn krónupípunnar innanverðan, frjóþræðir 8-10 mm, frjóhnappar oddvala, 1,5-2 mm. Eggleg mjó-öfugegglaga, um 1 sm, eggbúsberi um 5 mm. Stíll um 4 mm, frænisflipar mjó aflangir. Aldinhýði oddvala, leggur stuttur. Fræin spólulaga.
Uppruni
Japan (Yakushima).
Harka
7
Heimildir
= 1,2, Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200018136
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð. Vex í graslendi í heimkynnum sínum: Japan (Taiwan).
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Í E4-A frá 2001.