Draba brunifolia

Ættkvísl
Draba
Nafn
brunifolia
Íslenskt nafn
Brúnavorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Vor.
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt. Lauf 4-6 x um 1 mm, stinn, bandlaga, oddlaus, hárlaus eða fínhærð, randhærð. Blómstönglar lauflausir, 1-10 sm, hárlausir til þétthærðir.
Lýsing
Blómskipunin gisin með 6-16 blóm, dálítið lík hálfsveip. Bikarblöð 3 mm, egglaga til öfugegglaga, bogadregin í oddinn, hærð, jaðrar gagnsæir. Krónublöð 5-6 mm, skærgul, egglaga, grunnsýld eða þverstýfð. Fræflar 2,5-3 mm. Aldin/skálpar egglaga, hærðir, 3,5-6 x 2,5-3,5 mmloki dálítið kúptur. Stíll um 0,5 mm.
Uppruni
Tyrkland, Kákasus, N Íran.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.