Cotoneaster harrysmithii

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
harrysmithii
Íslenskt nafn
Hærumispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi
Blómalitur
Bleikrauður
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-2 m hár. Hliðagreinar láréttar, stundum drúpandi, ungar greinar rauðbrúnar þegar þær eru orðnar gamlar, sívalar, grágul stinn- og langhærðar í fyrstu, verða hárlausar með aldrinum.
Lýsing
Lauf í tveim röðum. Laufleggir 2-3 mm, stinn- og langhærðir, axlablöð sýllaga, 2-5 mm, með aðlæg hár. Laufblaðkan oddbaugótt til egglaga-oddbaugótt, (0,7-)1,5-2 sm × 4-11 mm, hliðaæðastregir í 3-4 pörum, ögn upphleyptir á neðra borði, með aðlæg, stinn og löng hár bæði á efra og neðra borði, þétthærðari á neðra borði, verða hárlaust, grunnur fleyglaga til snubbótt við grunninn, hvassydd til langydd, skærgræn og langhærð með bylgjaða dúnhæringu ofan, ljósari og með langa, gráhvíta dúnhæringu á neðra borði. Hálfsveipir (2 eða)3(eða 4) blóma, aðalblómskipunarleggur og blómleggir langullhærðir. Stoðblöð sýllaga, ögn ullhærð. Blómleggir 1-3 mm, Blómin 4-5 mm í þvermál, oftast 3 í knippi. Blómbotn bjöllulaga, langullhærður. Bikarblöð þríhyrnd, hvassydd. Krónublöð upprétt, bleik eða brúnrauð með hvíta jaðra, næstum kringlótt, 2-3 × 1,5-2 mm, grunnur fleyglaga, oddur innsveigður. Fræflar (10-)12(-14) talsins, 1,5 -2 mm. Frjóþræðir allir jafnlangir, frjóhnappar gulhvítir eða bleikir. Stílar 2-3, ekki samvaxnir, 1-2 mm. Aldin brúnsvört eða svört, egglaga eða næstum hnöttótt, 6-7 × 4-5 mm, kjarnar/fræ 2 eða 3.
Uppruni
V Kína (V Sichuan, SA Xizang)
Harka
6
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com, www.eFloras.org Flora of China
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1995 og góðursett í beð 2001. Kelur lítið.