Convallaria majalis

Ættkvísl
Convallaria
Nafn
majalis
Íslenskt nafn
Dalalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölæringur með skriðula jarðstöngla. Stönglar uppréttir með allmörg græn eða fjólublá hreistur neðst og 1-4 lauf ofantil. Laufblaðkan egglensulaga til oddbaugótt, 3-23 sm x 5-10 mm, ydd eða odddregin.
Lýsing
Blómskipunarleggur 1-24 sm, grunnur slíðursins er einskonar lenging á leggnum. Blómskipunarleggir eru stakir, hvasshyrndir, vaxa úr öxlum hreistranna, styttri en laufin. Blómskipunin er einhliða klasi. Blóm 5-13, drúpa. Blómleggir oftast bognir niður og eru lengri en egglensulaga stoðblöðin. Blómhlíf er kúlu-bjöllulaga, 5-11 x 5-11 mm, hvít, samvaxin til hálfs eða að 2/3, flipar 6, aftursveigðir í endann. Egglegið yfirsætið, 3-hólfa með 4-8 eggbú í hverju hólfi. Stíll ógreindur, fræni hnúðlaga. Aldinið er rautt ber.
Uppruni
Evrópa, Asía, N Ameríka
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru nokkrar gamlar plöntur og ein frá 2015, allar þrífast vel. Harðgerð, langlíf jurt, góð til afskurðar, notuð í brúðarvendi erlendis.
Yrki og undirteg.
Er mjög breytileg tegund útbreidd í tempraða beltinu á norðurhveli. Víða ræktuð vegna ilmandi blóma sem standa lengi. Þegar plantan hefur einu sinni náð rótfestu getur hún orðið næstum óupprætanlegt illgresi, en hún er góð jarðvegsþekja undir tré og runna. Hún þrífst best í hálfskugga og í rakaheldnum jarðvegi með miklu af lífrænum efnum. Blómstrar ekki í miklum skugga.-----v. keiski (Miq.) Maxim. er minni en aðaltegundin, allt að 7,5 sm. Lauf allt að 15 sm, 2-3, oddbaugótt-aflöng. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1990, þrífst vel. -----Til er fjöldi af yrkjum og afbrigðum.'Plena' er með ofkrýnd blóm, 'Rosea' er með bleik blóm og 'Variegata' er með hvítar eða gular rendur langs eftir laufblöðum.