Clematis recta

Ættkvísl
Clematis
Nafn
recta
Íslenskt nafn
Sprotabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Lauffellandi fjölæringur
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Ágúst-september
Hæð
0,8-1m (-1.5 m)
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur, þarf stuðning.
Lýsing
Uppréttur fjölæringur, allt að 1,5 m hár, þéttgreindur. Stilkar bólóttir, fíngreyptir, með stutta dúnhæringu ofan. Lauf allt að 15 sm, fjaðurskipt, 5-7 flipótt, blaðleggur greipfættur, laufin hárlaus eða dálítið dúnhærð, smálauf allt að 9 sm, egglensulaga, odddregin, fleyglaga eða dálítið hjartalaga, heilrend, hárlaus og djúpblágræn, ofan, ljósari og með áberandi æðarstrengi á neðraborði. Laufleggir stuttir. Blóm 2 sm í þvermál, upprétt, í fjölblóma endastæðum skúfum, bikarblöðin mjólkurhvít, 4, mjó-egglega eða aflöng-öfugspjótlaga, allt að 18 mm, hálfupprétt, næstum hárlaus nema með lóhærða jaðra, fræflar hárlausir, Smáhnetur hliðflatar, tígullaga, gáróttar, næstum hárlausar, með stutta fjaðurhærða stíla.
Uppruni
S & M Evrópa.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Yrkjum er fjölgað með skiptingu en tegundum með sáningu eða skiptingu.
Notkun/nytjar
Fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem þrífat vel og blómstra mikið.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem 'Grandiflora' stór blóm, 'Plena' ofkrýnd, 'Purpurea' dökkpurpurarauð, 'Peveril' 90 sm uppréttir stönglar.