Caragana arborescens

Ættkvísl
Caragana
Nafn
arborescens
Yrki form
Walker
Íslenskt nafn
Baunatré, garðakergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Samheiti
(C. arborescens Pendula × C. arborescens Lorbergii)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
-1,5 m
Vaxtarlag
Fíngert hengiform, fíngerðara en 'Pendula'. Smáblöð mjög mjó, eins og hjá 'Lorbergii'.
Lýsing
Fer best ágrædd á háan stofn af aðaltegundinni. Ræktandi: Prófessor John Walker, Canada
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
1,7, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Ágræðsla
Notkun/nytjar
Í beð, stærri steinhæðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem var keypt í gróðrarstöð 2006 og gróðursett í beð það sama ár. Þrífast vel, kelur ekkert.