Antennaria alpina

Ættkvísl
Antennaria
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallalójurt
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Gnaphalium alpinum L.,
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómalitur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
- 12 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með ofanjarðarrenglur, loðin lauf og litlar körfur.
Lýsing
Sérbýli Tegundin er einkynja. Kven- og karlblóm eru sitt á hvorri plöntu, karlplöntur eru miklu sjaldséðari en kvenplöntur. Körfur 1-5, oftast því sem næst legglausar. Blómstönglarnir geta orðið meira en 10 sm háir, uppréttir og ullhærðir, fjölmörg stöngullauf. Laufin eru aðallega í hvirfingu við grunninn, þau eru breiðust við oddinn og eru aðeins með eina taug, efra borðið er með hvítt hár en neðra borðið gráleitt, hæringin minnkar með aldrinum. Reifablöðin á körfunum eru dökk-grábrún.
Uppruni
N-Ameríka, Grænland, Ísland.
Harka
2
Heimildir
1, http://linnaeus.nrm.se
Fjölgun
Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beðkanta.
Reynsla
Íslensk jurt sem hefur lifað lebgi í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Fjallalójurt myndar mörg form og fjölgar sér með geldæxlun (er apomikt) það er að segja kynlaust og er stundum álitin vera hópur af smátegundum. Flestar þeirra er að finna í N-Ameríku. Til þessa hóps teljast A. porsildii Ekman sem þekkist á grænum, næstum hárlausum laufum og A. caneacens (Lange) Malte sem er grófari og meira hærð en fjallalójurtin og með fleiri legglauf en A. canescens er illa aðgreind er oftast ekki viðurkennd sem af norrænum flóruhöfundum. A. villifera Boriss. er grein frá fjallalójurt á lengri, breiðari og þrítauga laufum.