Aconitum tanguticum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
tanguticum
Íslenskt nafn
Hulduhjálmur*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
8-50 sm
Vaxtarlag
Stöngulstofn spólulaga eða öfugkeilulaga, um 2 sm. Stönglar 8-50 sm háir, greindir eða ógreindir, með ogn af niðursveigðum eða aðlægum dúnhár eða næstum hárlaus. Grunnlauf 7-9 með langan legg, leggurinn 3,5-14 sm, hárlaus, grunnur greipfættur, laufblaðkan kringlótt eða kringlótt-nýrlaga, 1,1-3 x 2-6,8 sm, hárlaus bæði ofan og neðan, 3-flipótt, fliparnir grunnflipóttir, jaðrar með bogformaðar tennur. Stöngullauf 1-2(-4), oftast leggstutt, minni en grunnlaufin.
Lýsing
Blómskipunin endastæð með 3-5 blóm, aðalblómskipunarleggur og blómleggir meira eða minna þéttdúnhærð, hárin vita niður á við, Stoðblöð bandlaga eða stundum eru þau neðstu 3-skipt. Neðstu blómskipunarleggirnir (1-)2,5-4,5(-6,5) sm, efstu styttri með 2 smástoðblöð, smástoðblöðin egglaga til breiðbandlaga, 2-2,5 mm. Bikarblöð blápurpura, sjaldan grænleit, dúnhærð neðan, neðri bikarblöðin breið-oddbaugótt eða oddbaugótt-egglaga, hliðarbikarblöðin 1,1-2,1 sm löng og breið, efri bikarblöðin kjallaga, 6-8 mm breið, neðri jaðar ögn íhvolfur eða hálfuppréttur, 1,4-2,2 sm há. Krónublöð ögn bogin, hárlaus, nöglin mjög smá, 0,6-1,5 mm, vörin ógreinileg, dálítið íhvolf, sporinn beinn, stuttur. Fræflar dálítið dúnhærðir, frjóþræðir heilrendir eða 2-tenntir. Frævur 5, dúnhærðar eða hárlausar. Fræhýði um 1 sm. Fræin öfugegglaga, 2-2,5 mm.
Uppruni
Kína (S Gansu, A Qinghai, Shaanxi, V Sichuan, A Xizang, NV Yunnan).
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=200007370,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Yrki og undirteg.
var. tanguticum er með hárlaus eggleg, en var. trichocarpum er með dúnhærða eggleg.