Aconitum sachalinense

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
sachalinense
Íslenskt nafn
Eyjahjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blá-purpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Upprétt, fjölær jurt, smádúnhærð ofantil, stönglar 50-100 sm háir, fremur stinnir. Laufin fremur þéttstæð, handskipt, 5-deild, miðfliparnir 6-8 sm langir, djúpskertir, með stuttan lauflegg, miðflipinn 2-4 mm breiður, breiðbandlaga.
Lýsing
Blómskipunin er þéttur fremur margblóma, endastæður skúfur, hliðargreinarnar uppréttar að mestu. Blómin blá-purpura, um 2,5 sm löng, frævur 3, hárlaus.
Uppruni
Japan (Hokkaido), Sachalíneyja.
Heimildir
= OHWI (1984): Flora of Japan,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2013 og gróðursett í beð 2015.