Sedum acre

Ættkvísl
Sedum
Nafn
acre
Íslenskt nafn
Helluhnoðri
Ætt
Crassulaceae (Hnoðraætt)
Samheiti
Sedum glaciale Clarion ex DC.Sedum krajinae DominSedum neglectum Ten.Sedum wettsteinii FreynSedum acre subsp. wettsteinii (Freyn) O. SchwarzSedum sexangulare auct., sensu Med Checkl. Refer. 9, 19.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, í klettum og á áreyrum um land allt.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.03-0.08 m
Vaxtarlag
Myndar þéttar, jarðlægar breiður skriðulla stöngla. Stönglar þéttblöðóttir, jarðlægir, rótskeyttir, uppsveigðir til uppréttir, þykkir og safaríkir, hæð 3-8 sm.
Lýsing
Blöðin stutt, 3-4 mm, fagurgræn til brúngul, nær sívöl, þykk og safarík, þéttstæð og skarast, einkum ofan til á blaðsprotum, beisk á bragðið. Blómin fimmdeild í þéttum skúfum á greinaendum, hvert blóm 1-1,5 sm í þvermál. Krónublöðin útbreidd, fagurgul, lensulaga, ydd og u.þ.b. helmingi lengri en bikarinn. Bikarblöðin skörðuð neðan til, egglaga – sporbaugótt, stutt (3 mm) og snubbótt. Fræflar 10 og fimm frævur, hver um sig með einum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Skriðuhnoðri. Helluhnoðrinn þekkist á fjölmörgum, blómlausum greinum eða blaðsprotum auk þess sem hann hefur stærri og litsterkari blóm með breiðari krónublöð.
Heimildir
2,3,9, HKr
Reynsla
“Blöðin eru beisk á bragðið og talin “blóðhreinsandi, vessaþynnandi og forrotnun mótstandandi”. Hann getur komið af stað bæði uppsölu og niðurgangi og var því talinn góður við skyrbjúgi, nýrnasteini, kvefi, hósta, harðlífi og slæmsku í maga. Bæði má sjóða plöntuna ferska í mysu eða gera seyði af henni þurrkaðri.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Víða um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Falklands eyjar, Grænland, Japan, Mexikó, Marokkó, Nýja Sjáland, Rússland, Úkraína, N Ameríka.