Poa trivialis

Ættkvísl
Poa
Nafn
trivialis
Íslenskt nafn
Hásveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
P. sylvicola Guss.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex gjarna við vætu eða uppsprettur, en einnig í sáðsléttum og í gjótum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20 - 0.9 m
Vaxtarlag
Þýfð, renglulaus grastegund, stönglar allgrófir og uppsveigðir, blöðóttir allt upp að puntinum, 20 - 90 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin blágræn eða lítið eitt bláleit, löng, stuttydd, totulaus og snörp viðkomu. Slíðrin löng, yfirleitt lengri en stráliðirnir og oft snörp við uppstroku og segja má að 4-8 mm löng, oddmjó slíðurhimna sé eitt öruggasta greiningareinkennið.Punturinn mjög stór, keilulaga, grænn eða bláleitur, stundum gulhvítur. Axagnirnar mjóar og mislangar. Blómagnirnar greinilega taugaðar. 30-70 sm á hæð. Blómg. í júlí-ágúst.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200026060
Reynsla
Poa trivialis resembles large Smooth Meadow-grass, but usually has a larger panicle, and smaller, green spikelets. The best characteristic is the very long (4-8 mm), pointed ligule.
Útbreiðsla
Nokkuð víða en ófundið á Norðausturlandi frá Melrakkasléttu austur í Vopnafjörð. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Asía, Evrópa, Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, N & S Ameríka.