Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Betula occidentalis
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   occidentalis
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lindabjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   Betula beeniana, B. elrodiana, B. obovata, B. fontinalis Sargent; B. fontinalis v. inopina (Jepson) Jepson; B. microphylla Bunge v. fontinalis (Sargent) M. E. Jones; B. occidentalis v. fecunda (Britton) Fernald; B. occidentalis v. inopina (Jepson) C. L. Hitchcock; B. papyrifera Marshall v. occidentalis (Hooker) Sargent; B. papyrifera ssp. occidentalis (Hooker) Hultén.
     
Lífsform   Runni - lítið tré
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Síðla vors
     
Hæð   4-6 m (-9 m)
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta.
     
 
Lindabjörk
Vaxtarlag   Útbreiddur, allhár runni eða lítið tré. Getur orðið allt að 9 m hár í heimkynnum sínum. Börkur dökk rauðbrúnn til koparlitur, sléttur, þétt aðlægur, flagnar ekki auðveldlega, korkblettir ljósir, láréttir. Ársprotar ilmlausir og bragðlausir, hárlausir til ögn dúnhærðir, þaktir áberandi rauðleitum kvoðukirtlum.
     
Lýsing   Laufblaðkan er breið-egglaga til tígul-egglaga, með 2-6 pör af æðastrengjum, 2-5,8 × 1-4,5 sm, grunnur þverstýfður til bogadreginn eða fleyglaga, jaðrar hvass- og gróf-sagtenntir, tennur yfirleitt langar og hvassar, neðsti hlutinn ekki með tennur, hvassydd til stöku sinnum stutt-odddregin, neðra borð ögn eða lítillega dúnhærð, þakin örsmáum kvoðukirtlum. Blómin eru einkynja, hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar uppréttir til næstum hangandi, sívalir, 2-3 (-3,9) × 0,8 – 1,5 sm, með fræ á strjálingi á haustin. Hreistur hárlaus, randhærð, flipar skiptast um mitt hreistur, miðflipinn mjórri og lengri en hliðafliparnir. Hnotin með væng, sem er breiðari en fræið, breiðastur efst og nær upp fyrir fræið. Blandast næfurbjörk (B. papyrifera) úti í villtri náttúru í heimkynnum sínum.
     
Heimkynni   Vestur og mið N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn jarðvegur og meðalþungur, helst vel framræstur en rakur. Lindabjörkin getur vaxið í þungum jarðvegi og mögrum jarðvegi, sýrustig skiptir ekki máli, getur einnig vaxið í mjög súrum jarðvegi. Vex best í rökum jarðvegi.
     
Sjúkdómar   Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   = www.eFlora.org Flora of North Ameríka, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargrælingar
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, blönduð beð, stakstæð
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lindabjörk
Lindabjörk
Lindabjörk
Lindabjörk
Lindabjörk
Lindabjörk
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is