Gjöld renna til glaðninga

Nýr gjaldtökubúnaður á almenningssalernunum í Lystigarðinum
Nýr gjaldtökubúnaður á almenningssalernunum í Lystigarðinum

Almenningssalernin í Lystigarðinum eru nú opin.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að framvegis verði tekið gjald fyrir afnot af salernum garðsins, og verður gjaldið 300 kr. frá og með 1. maí n.k. Einungis verður hægt að greiða með korti.

Gjaldið fer að hluta til í að greiða gjaldtökubúnaðinn og í rekstur salernanna en einnig í viðhald garðsins, svo hægt er að líta svo á að í hvert skipti sem þú notar klósettið, kaupir þú blóm í garðinn.

Því biðjum við ykkur um að koma og nota klósettið til að láta garðinn lykta betur!

Gleðilegt sumar,

starfsfólk Lystigarðsins.