Sedum stenopetalum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
stenopetalum
Íslenskt nafn
Broddahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
8-18 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, þýfð, sígræn jurt, 8-18 sm, oft með æxlilauka í blaðöxlum.
Lýsing
Stönglar uppréttir eða dálítið geinóttir, þaktir visnu laufi neðantil. Lauf 12-18 mm, stakstæð, í þéttum hvirfingum, skarast yfir leitt ekki, legglaus, lensulaga, oddlaus eða lítið eitt ydd. Blómskipunin 3-7 skiptum, þéttum skúf, blómin á stuttum, grönnum legg, 8-10 mm í þvermál. Bikarblöð 5, jafnstór, þríhyrnd, ydd, 1/3 af lengd krónublaðanna. Krónublöð 5, útstæð, ná út fyrir lengd bikarblaðanna, ydd, gul. Fræhýði um 4 mm.
Uppruni
Klettafjöll til Kólóradó.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta,í hleðslur.