Salix candida

Ættkvísl
Salix
Nafn
candida
Íslenskt nafn
Bjartvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlkyns blóm rauðleit.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1,5-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2 m hár, útbreitt vaxtarlag. Árssprotar hvíthærðir í fyrstu, síðar gljáandi rauðbrúnir.
Lýsing
Lauf allt að 12 x 2 sm að lengd, bandlaga til aflönglensulaga, þykk, efra borð hrukkótt verður hárlaust en hvítlóhærð á því neðra, heilrend til smátennt. Sérbýli. Langir reklar með bláhvítleitum blæ fyrir laufgun. Karlreklar 2,5 sm langir, fræflar 2 með rauðleitum frjóhnöppum, eggleg hvít-dúnhærð, stíll langur.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð, í stórar steinhæðir.
Reynsla
Langflestar plöntur sem eru í ræktun hérlendis komnar út frá karlkyns eintaki sem enn er til í Lystigarðinum. Kom frá Noregi 1983. Harðgerður runni, sem þolir vel klippingu, verður óregluleg í vexti og dálítið tætingsleg með aldrinum. Yngja upp reglulega. Kelur lítið eða ekkert.