Layia platyglossa

Ættkvísl
Layia
Nafn
platyglossa
Íslenskt nafn
Goðafífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Einær-tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur (og hvítur).
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, sumarblóm. Stönglar jarðlægir til uppréttir, stinnir, kirtilhærðir, loðnir´, allt að 30 sm háir.
Lýsing
Laufin bandlaga til mjó-aflöng, tennt til fjaðurskert, fliparnir bogadregnir stutthærð eða langhærð, efri laufin heil. Geislablóm gul með hvítan odd. Frjóhnappar svartir.
Uppruni
Kalifornía.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Notuð sem sumarblóm.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er (P10 20090152)